Innlent

Ekki svara vert

Ásakanir Baugsfeðga um að stjórnvöld standi á bak við rannsókn Ríkislögreglustjóra og ofsæki fyrirtæki þeirra, taka einfaldlega engu tali, segir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Í viðtali í Fréttablaðinu á laugardag, sama dag og ákærurnar á hendur Baugsmönnum voru birtar þar, segir Jón Ásgeir Jóhannesson að það sé óvild Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra sem hafi skapað það andrúm sem hafi drifið áfram rannsókn og ákærur í málinu. Faðir hans, Jóhannes Jónsson, tekur í sama streng og segir stjórnvöld hafa beitt sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki þeirra, því það væri þeim ekki þóknanlegt. Þetta eru alvarlegar ásakanir, en Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, segist ekki svo mikið sem velta þeim fyrir sér og vildi ekkert segja frekar um málið. En Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði sagði í útvarpsfréttum í gær að hann ræki ekki minni til þess að álíka alvarlegar ásakanir hefðu verið lagðar fram á hendur stjórnmálamanni, að minnsta kosti ekki síðustu áratugina. Því er Davíð Oddsson heldur ekki sammála og Davíð sagði að að ekki hafi verið heil brú í ummælum í Gunnars Helga. Davíð Oddsson var oddviti Sjálfstæðismanna og borgarstjóri í Reykjavík í níu ár - og hann sýtir ekki Reykjavíkurlistann. Hann sagði að endalokin væru góður endir á vondu ferli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×