Innlent

Góður afgangur hjá Reykjanesbæ

Gert er ráð fyrir 160 milljóna króna afgangi hjá Reykjanesbæ en í fyrri áætlun bæjarins var gert ráð fyrir 71 milljón króna í afgang. Mikill viðsnúningur hefur verið í rekstri bæjarfélagsins en í tilkynningu frá bænum segir að tekjur hafi aukist umfram kostnað, meðal annars vegna mikillar fjölungar íbúa, en útsvarsprósentan er 12,7% sem er undir meðaltali sveitarfélaga. Mikil uppbygging á sér stað í bænum og er víða verið að skipuleggja ný byggingasvæði. Gert ráð fyrir um 1800 íbúðum á næstu árum sem hýsa munu um það bil 5500 íbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×