Innlent

Ferðamönnum fjölgar utan háannatíma

Mynd/GVA

Erlendum ferðamönnum til landsins fjölgaði um 7% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Álíka margir ferðamenn komu nú til landsins í október og í góðum sumarmánuði fyrir tíu árum.

Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, segir þessi aukning ferðamanna hafi verið viðbúin. Hann segir að stjórnvöld hafi lagt mikla áherslur á að markaðsetja Ísland utan háannatíma og það sé nú farið að skila sér. Ársæll segir að ferðamönnum sem komi til landsins standi nú margt til boða allan ársins hring en auk náttúrunnar þá séu fjölmargir menningar- og tónlistarviðburðir sem trekki ferðamenn til landsins. Nýir markaðir hafa verið að opnast líkt og í Asíu en Ársæll segir að ferðamönnum frá Kína og Japan fari fjölgandi hér á landi.

Alls komu um 27.000 ferðamenn til landsins í október en það sem af er árinu hafa um 225.000 ferðamenn komið til landsins. Ársæll segir að ferðamönnum til landsins muni halda áfram að fjölga enda geti Íslendingar auðveldlega tekið við auknum fjölda ferðamanna, sérstaklega yfir veturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×