Innlent

Betur fór en á horfðist

Flutningabílstjóri á Austurlandi má þakka fyrir að hafa lent ofan í skurði þegar hátt í fimmtíu tonna bíll hans valt. Hjólabarðar bílsins voru ekki í samræmi við aðstæður, en skyndilega myndaðist hálka á veginum.

Bíllinn var á leið upp að Kárahnjúkum með fullfermi og bílstjórinn ákvað að hemla til að kanna hvort hálka væri á veginum og komst heldur betur að því að það væri hálka, öllu heldur flughálka. Við hemlunina snérist tengivagninn og fór framfyrir bílinn sjálfan á ferð. Hann henti bílnum útaf veginum og velti honum um tíu metra út fyrir veg. Það varð ökumanninum til happs að stýrishúsið lenti ofan í skurði í stað þess að fletjast út á jörðinni. Bíllinn er hins vegar talinn ónýtur og það er ljóst að þarna var þörf fyrir keðjur.

Hjalti Bergmar Axelsson, lögregluþjónn á Egilsstöðum, segir að bíllinn hafi ekki verið með keðjur en á nagladekkjum að framan. Hann sagði að svo virtist sem sumir hjólbarðar hafi verið frekar slitnir.

Vegfarendur sem komu að bílnum hringdi í sjúkrabíl sem flutti ökumann á sjúkrahús. Líkamlegt ástand hans virtist vera ágætt en hisnvegar var honum mjög brugðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×