Innlent

Hagræðing við Háskólann á Akureyri

Háskóladeildum við Háskólann á Akureyri mun fækka úr fjórum í sex, stjórnsýslu- og þjónustueiningum verður fækkað og  nemendur utan EES munu þurfa að borga skólagjöld, tillögur um hagræðingu í rekstri háskólans fram að ganga. Þetta eru nokkrar af þeim hagræðingar tillögum sem Háskólaráð háskólans á Akureyri samþykkti í gær. Með hagræðingunni sparast tugir milljóna króna.

Háskólaráð háskólans á Akureyri skipaði starfshóp síðastliðið vor til að fara yfir rekstrarkostnað en tillögur starfshópsins gera ráð fyrir um 51 milljóna króna sparnað með hagræðingunni. Auðlindadeild og upplýsingatæknideild verða sameinaðar viðskiptadeild og heiti deildarinnar breytt í viðskipta- og raunvísindadeild. Fjórar deildir eru því ráðgerðar við Háskólann á Akureyri, en fyrir eru félagsvísinda- og lagadeild, heilbrigðisdeild og kennaradeild. Stjórnsýslu- og þjónustueiningum verður fækkað umtalsvert eða úr sex í eina háskólaskrifstofu sem mun skiptast í akademíska stjórnsýslu og stoðþjónustu undir stjórn eins framkvæmdarstjóra. Þá er stefnt að því að efla framhaldssnám og heimila innheimtu skólagjalda af nemum frá ríkjum utan EES.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×