Innlent

Sædýrasafn svæft í nefnd

MYND/GVA

Hvorki gengur né rekur að koma til framkvæmda þingsályktunartillögu um Sædýrasafn, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2004. Magnús þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina harklega fyrir að hunsa vilja Alþingis með því að sinna ekki málinu. Samkvæmt tillögunni átti nefnd að skila skýrslu í mars á þessu ári en hefur engu skilað enn. Hann segir einnig að nú sé búið að breyta vinnuframlagi nefndarinnar í álitsgerð í stað skýrsluskila og það stangist á frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×