Innlent

Aðkoma íslenskra lyfjafyrirtækja að baráttunni gegn alnæmi

Forsetinn ræðir við William Frist, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Forsetinn ræðir við William Frist, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. MYND/Vísir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi við bandaríska þingmenn í gær og í fyrradag um hvernig efla megi baráttuna gegn alnæmi í veröldinni, einkum í Afríku, og hvernig Íslendingar, og þá fyrst og fremst íslensk lyfjafyrirtæki, gætu orðið þar að liði. Forsetinn var staddur í Bandaríkjunum til að sækja stjórnarfund hjá Ólympiuleikum fatlaðra. Hann notaði tækifærið til að hitta forystumenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi. Meðal viðfangsefna á fundum forsetans og bandarísku þingmannanna voru framtíð og aukin samvinna þjóða á norðurslóðum og nýting hinna fjölþættu orkulinda sem þar er að finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×