Erlent

Verkfall á versta tíma

Opinberir starfsmenn í París gátu ekki valið verri dag en daginn í dag til þess að fara í verkfall. Á sama tíma og verkfall þeirra hófst í morgun komu fulltrúar Alþjóðaólympíunefndinnar til borgarinnar til þess að vega og meta möguleikann á því að Ólympíuleikarnir fari þar fram árið 2012. Þegar til stóð að Ólympíunefndin færi um borgina var lestarkerfið lamað vegna verkfallsins og samgöngur víða úr skorðum. Borgarstjóri Parísar er þó bjartsýnn og segist jafnvel telja að verkfallið auki möguleika borgarinnar, enda hljóti nefndarmenn að vilja halda leikana á stað þar sem lýðræði sé í öndvegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×