Innlent

Ísland verði alþjóðleg fjármálamiðstöð

Nefnd á vegum forsætisráðuneytis verður skipuð á næstunni til að gera tillögur um hvernig megi gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti þetta í viðtali á NFS í dag og sagði að Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka yrði formaður nefndarinnar. Hún verður skipuð í næstu viku. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um hvernig unnt sé að byggja upp Ísland sem miðstöð alþjóðlegra fjármála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×