Erlent

Forsætisráðherra Sri Lanka með forskot

Forsætisráðherra Sri Lanka hefur nokkurt forskot yfir helsta keppinaut sinn samkvæmt fyrstu tölum í forsetakosningum í landinu. Rajapakse er harðlínumaður sem hefur viljað neita Tamíltígrum, skæruliðahópi sem berst fyrir réttindum Tamíla, um helmings þjóðarinnar, um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem reið yfir eyjunna fyrir tæpu ári síðan. Vegatálmar og handsprengjur hersins komu í veg fyrir að margir Tamílar, sem búa á svæðum Tígranna, gætu kosið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×