Sport

Hagnast á Norðurlandadeildinni

Norðurlandadeildin í knattspyrnu, án þátttöku Íslands, sem hleyt var af stokkunum í haust hefur farið fram úr björtustu vonum. Þau félög sem komast lengst hafa stórhagnast á deildinni. Fulltrúar sænsku meistaranna Malmö, sem komust áfram í milliriðil með norsku meisturunum Rosenborg og dönsku meisturunum FC Kaupmannahöfn, líkja Norðurlandadeildinni við Meistaradeildina hvað tekjumöguleika varðar. Malmö hefur þegar þénað um 40 milljónir íslenskra króna á Norðurlandadeildinni. Takist þeim að vinna deildina verða tekjurnar hátt í 100 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×