Sport

Þrír stigahæstu úr leik

Óvænt úrslit urðu í Heimsbikarmótinu í holukeppni sem fram fer í Kaliforníu því þrír stigahæstu kylfingar heims, þeir Vijay Singh frá Fídjieyjum og Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Phil Michelson eru allir úr leik. Singh tapaði gegn hinum 51 árs gamla Jay Haas, Woods steinlá fyrir Ástralíumanninum Nick O´Hearn, en Woods átti titil að verja á mótinu, og Michelson tapaði fyrir David Toms. Í átta manna úrslitum mætast Stewart Sink og Chris DiMarco, Ian Poulter og Nick O´Hearn, Adam Scott og David Toms og Retief Goosen og Robert Allenby.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×