Faðir, sonur og móðir prestar 3. júlí 2005 00:01 Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. Prestvígslan fer fram í Dómkirkjunni í kvöld þegar Stefán Már Gunnlaugsson verður vígður til Hofsprestakalls í Vopnafirði. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, og móðir hans, Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi. Aldrei fyrr hefur maður, hvers báðir foreldrar eru prestar, vígst til prests hér á landi áður. Foreldrarnir neita því að hafa þrýst á soninn og tekur Stefán undir það. Hann segist hins vegar alltaf hafa fengið góðan stuðning. Foreldrarnir segja það óneitanlega gleðistund að einkasonurinn skuli vígjast til prests. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru tíu prestar á austurhluta landsins, þau Gunnlaugur, Sjöfn og Stefán Már eru þrír þeirra, þannig að segja má að fjölskyldan sé langt komin með að leggja Austurland undir sig hvað kirkjuna varðar. Gunnlaugur segir að prestaköll þeirra séu lengst í norðri, á Austurlandi og svo í suðri þannig að segja megi að þau séu útverðirnir í kirkjulegu starfi í landshlutanum. Þar sem prestarnir þrír verða allir á sama hluta landsins hlýtur það að vera gott fyrir hinn unga prest að geta leitað til prestanna pabba og mömmu þegar erfið vandamál krefjast úrlausnar. Stefán neitar því ekki að það sé mjög gott að hafa þennan greiða aðgang að allri reynslu foreldra sinna. Ein stærsta spurningin sem menn geta eða hafa spurt sig er hvað eða hver er Guð. Gunnlaugur segist ekki telja að svarið verði auðveldara þó þau þrjú séu prestar úr sömu fjölskyldu. „En Guð er og hann verður og það er næsta víst að það er það öruggasta sem til er í heimi,“ segir Gunnlaugur. Sjöfn og Stefán taka undir það, þótt sonurinn segist geta bætt við það svar en ákveður að gera það ekki að svo stöddu. Stefán á soninn Gunnlaug, sem sýnt hefur kirkjunni mikinn áhuga að sögn fjölskyldunnar, en það á eftir að koma í ljós hvort hann tilheyri þriðju kynslóð presta í þessari fjölskyldu. Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Blað verður brotið í íslenskri kirkjusögu í kvöld þegar sonur starfandi presta verður vígður. Fréttamaður Stöðvar 2 hitti þrenninguna: Föðurinn, soninn - og móðurina. Prestvígslan fer fram í Dómkirkjunni í kvöld þegar Stefán Már Gunnlaugsson verður vígður til Hofsprestakalls í Vopnafirði. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, og móðir hans, Sjöfn Jóhannesdóttir, prestur á Djúpavogi. Aldrei fyrr hefur maður, hvers báðir foreldrar eru prestar, vígst til prests hér á landi áður. Foreldrarnir neita því að hafa þrýst á soninn og tekur Stefán undir það. Hann segist hins vegar alltaf hafa fengið góðan stuðning. Foreldrarnir segja það óneitanlega gleðistund að einkasonurinn skuli vígjast til prests. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru tíu prestar á austurhluta landsins, þau Gunnlaugur, Sjöfn og Stefán Már eru þrír þeirra, þannig að segja má að fjölskyldan sé langt komin með að leggja Austurland undir sig hvað kirkjuna varðar. Gunnlaugur segir að prestaköll þeirra séu lengst í norðri, á Austurlandi og svo í suðri þannig að segja megi að þau séu útverðirnir í kirkjulegu starfi í landshlutanum. Þar sem prestarnir þrír verða allir á sama hluta landsins hlýtur það að vera gott fyrir hinn unga prest að geta leitað til prestanna pabba og mömmu þegar erfið vandamál krefjast úrlausnar. Stefán neitar því ekki að það sé mjög gott að hafa þennan greiða aðgang að allri reynslu foreldra sinna. Ein stærsta spurningin sem menn geta eða hafa spurt sig er hvað eða hver er Guð. Gunnlaugur segist ekki telja að svarið verði auðveldara þó þau þrjú séu prestar úr sömu fjölskyldu. „En Guð er og hann verður og það er næsta víst að það er það öruggasta sem til er í heimi,“ segir Gunnlaugur. Sjöfn og Stefán taka undir það, þótt sonurinn segist geta bætt við það svar en ákveður að gera það ekki að svo stöddu. Stefán á soninn Gunnlaug, sem sýnt hefur kirkjunni mikinn áhuga að sögn fjölskyldunnar, en það á eftir að koma í ljós hvort hann tilheyri þriðju kynslóð presta í þessari fjölskyldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira