Erlent

Tímamót hjá fjandvinum

MYND/AP
Tímamót urðu í samskiptum Taívans og Kína í morgun þegar farþegaflugvél flaug beint á milli áfangastaða þar í fyrsta sinn í fimmtíu og fimm ár. Kínverjar líta á Taívan sem hluta Kína en Taívanar segja landið sjálfstætt. Flugferðin í morgun vekur vonir um að komið verði á beinu áætlunarflugi á milli landanna en hingað til hafa ferðalangar þurft að millilenda annars staðar til að komast stutta leið á milli Kína og Taívans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×