Innlent

Óvenju miklar annir slökkviliðs

Nóttin var óvenju annasöm hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn fóru í sjö útköll frá klukkan hálf tíu í gærkvöld til klukkan hálf fimm í morgun. Eldur kviknaði út frá potti á eldavél í íbúð í Hafnarfirði og var maður sofandi í íbúðinni. Slökkviliðsmenn urðu að brjóta sér leið inn í íbúðina til að slökkva eldinn og reykræsta en maðurinn neitaði að láta flytja sig á slysadeild til að athuga hvort hann hefði orðið fyrir skaða. Auk þessa þurfti að slökkva eld í bíl, slökkva í rusli sem hafði verið kveikt í utandyra, hreinsa upp eftir umferðarslys og koma fólki til aðstoðar vegna vatnsleka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×