Innlent

Samræmd stúdentspróf í endurskoðun

Samræmd stúdentspróf eru í endurskoðun segir menntamálaráðherra, en ekki kemur til greina að hætta við þau. Námstími til stúdentsprófs verður styttur eins og boðað hefur verið, en sérstakt tillit verður þó tekið til framhaldsskóla með bekkjakerfi.

Kennar við nokkra framhaldsskóla ætla að leggja niður vinnu í eina kennslustund á þriðjudag, til að mótmæla fyrirhugaðri styttingu á námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú, eins og til stendur.

Fyrstu nemendurnir í þriggja ára námið byrja í framhaldskólum haustið 2009 og ættu því að útskrifast 2012.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði það vera löngu ljóst að það yrði haldið áfram með þetta verkefni. Hún mat það svo á sínum tíma að seinka ætti breytingunni til ársins 2009. Þorgerður sagði að það væri hins vegar ljóst að námstími til stúdentsprófs yrði styttur en menntaskólar með bekkjakerfi væru með mikla sérstöðu og í ljósi þess yrði þeim skólum veitt ákveðið svigrúm en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir.

Það eru ekki bara framhaldsskólakennarar sem eru ósáttir. Það er líka urgur í framhaldsskólanemum en sá urgur er vergna samræmdra stúdentsprófa. Forystumenn framhaldsskólanema hittust í gær til að ræða aðgerðir en þeir ætla að safna undirskriftum og hvetja nemendur til að sniðganga samræmd stúdentspróf.

Þorgerður vildi ítreka að samræmd stúdentsróf væru skylda fyrir framhaldsskólanemendur sem hygðust klára stúdentspróf. Hins vegar vildi hún minna á að samræmdu stúdentsprófin hefðu verið sett og samþykkt af öllum flokkum árið 1996 og þau hefðu verið sett fram til að gæðameta framhaldsskóla og framhaldsskólanám en það hefði tekið ákveðin tíma til að fara af stað með þau. Þorgerður sagði þó að það væru til aðrar leiðir til gæðamats framhaldsskólanna og ekki kæmi til greina að hætta við þau núna en hún væri með prófin í endurskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×