Segir kaupmátt margra ASÍ-félagsmanna hafa minnkað 2. nóvember 2005 20:30 Kaupmáttur stórs hluta félagsmanna Alþýðusambandins hefur minnkað undanfarna tólf mánuði að mati hagfræðings sambandsins. Hann segir verðbólguforsendur kjarasamninga löngu brostnar. Laun hafa að jafnaði hækkað um þrjú prósent frá áramótum en á sama tíma hefur verðbólgan rokið upp. Fyrir vikið eru forsendur kjarasamninga brostnar að mati Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings ASÍ. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir að því að verðbólga yrði sem næst 2,5 prósentum á samningstímanum en hún sé nú 4,6 prósent. Það sé því ljóst að verðbólguforsenda samninganna sé brostin. Nú er að störfum sérstök nefnd sem metur forsendur kjarasamninga. Þó að þær séu brostnar getur nefndin komist að samkomulagi um að bæta upp það sem aflaga hefur farið miðað við samninga. Niðurstaða nefndarinnar á að liggja fyrir eigi síðar en fimmtánda þessa mánaðar. Verðbólgan undanfarna tólf mánuði hefur orðið til þess að laun þeirra sem ekki hafa fengið sérstakar umframhækkanir hafa ekki náð að halda í við hana. Ólafur segist ekki þora að fullyrða að það sé meirihluti en hann fullyrði að stórir hópar og jafnvel meirihluti hafi orðið fyrir kaupmáttarskerðingu miðað við hefðbundnar mælingar, þ.e. með því að draga verðbólguna frá launahækkunum. Laun hafi hækkað um þrjú prósent en verðbólga sé 4,6 prósent og því hafi kaupmáttur rýrnað sem nemi mismuninum, eða um 1,6 prósent. Kaupgleði Íslendinga um þessar mundir er mikil. Gildir þá einu hvort um er að ræða nauðsynjar eða lúxusvöru. En hvaðan komu peningarnir? Ekki úr launaumslaginu að mati Ólafs Darra. Hann segir að nú sé komið fram nýtt hugtak, kaupgeta. Fólk hafi mikið aðgengi að lánsfé á hagstæðari kjörum en oft áður og það sé fyrst og fremst það sem skýri innkaupagleði margra þessa dagana. Í morgun áttu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar fund með þremur ráðherrum þar sem farið var yfir hugsanlega endurskoðun kjarasamninga. Náist ekki samkomulag um hvernig megi bæta launafólki þá kjaraskerðingu sem verðbólgan hefur valdið öðlast aðildarfélögin heimild til að segja kjarasamningum upp. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Kaupmáttur stórs hluta félagsmanna Alþýðusambandins hefur minnkað undanfarna tólf mánuði að mati hagfræðings sambandsins. Hann segir verðbólguforsendur kjarasamninga löngu brostnar. Laun hafa að jafnaði hækkað um þrjú prósent frá áramótum en á sama tíma hefur verðbólgan rokið upp. Fyrir vikið eru forsendur kjarasamninga brostnar að mati Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings ASÍ. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir að því að verðbólga yrði sem næst 2,5 prósentum á samningstímanum en hún sé nú 4,6 prósent. Það sé því ljóst að verðbólguforsenda samninganna sé brostin. Nú er að störfum sérstök nefnd sem metur forsendur kjarasamninga. Þó að þær séu brostnar getur nefndin komist að samkomulagi um að bæta upp það sem aflaga hefur farið miðað við samninga. Niðurstaða nefndarinnar á að liggja fyrir eigi síðar en fimmtánda þessa mánaðar. Verðbólgan undanfarna tólf mánuði hefur orðið til þess að laun þeirra sem ekki hafa fengið sérstakar umframhækkanir hafa ekki náð að halda í við hana. Ólafur segist ekki þora að fullyrða að það sé meirihluti en hann fullyrði að stórir hópar og jafnvel meirihluti hafi orðið fyrir kaupmáttarskerðingu miðað við hefðbundnar mælingar, þ.e. með því að draga verðbólguna frá launahækkunum. Laun hafi hækkað um þrjú prósent en verðbólga sé 4,6 prósent og því hafi kaupmáttur rýrnað sem nemi mismuninum, eða um 1,6 prósent. Kaupgleði Íslendinga um þessar mundir er mikil. Gildir þá einu hvort um er að ræða nauðsynjar eða lúxusvöru. En hvaðan komu peningarnir? Ekki úr launaumslaginu að mati Ólafs Darra. Hann segir að nú sé komið fram nýtt hugtak, kaupgeta. Fólk hafi mikið aðgengi að lánsfé á hagstæðari kjörum en oft áður og það sé fyrst og fremst það sem skýri innkaupagleði margra þessa dagana. Í morgun áttu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar fund með þremur ráðherrum þar sem farið var yfir hugsanlega endurskoðun kjarasamninga. Náist ekki samkomulag um hvernig megi bæta launafólki þá kjaraskerðingu sem verðbólgan hefur valdið öðlast aðildarfélögin heimild til að segja kjarasamningum upp.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent