Innlent

Fulltrúi íhaldsins að mati oddvita Samfylkingarinnar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er fulltrúi gamla íhaldsins sem borgarbúar kusu burt fyrir áratug og úrslitin úr prófkjöri Sjálfstæðismanna horfa aftur til fortíðar að mati oddvita Samfylkingarinnar í borginni, Stefáns Jóns Hafsteins.

Vilhjálmur kallar þetta vonskukast yfir glæsilegum árangri Sjálfstæðismanna. Þegar upp var staðið var munurinn á þeim Vilhjálmi og Gísla Marteini talsvert meiri en skoðanakannir undanfarið höfðu bent til. Vilhjálmur segir að hann hafi alltaf trúað því að hann myndi sigra í prófkjöri sjálfstæðismanna en það væri gott hversu öruggur sigurinn væri. hann sagðist vera þakklátur sínum stuðningsmönnum.

Þeir Vilhjálmur og Gísli Marteinn háðu harða kosningabaráttu. Gísli fékk sinn skerf af gagnrýni og Vilhjálmi var af mótherjum stillt upp sem manni fortíðar. Vilhjálmur sagðist ekki vera gramur eða sár eftir kosningabaráttuna en hún hefði farið vel fram og verið drengileg. Þrátt fyrir að slagnum um leiðtogasætið sé lokið þá situr Vilhjálmur enn undir sömu gagnrýni um að tilheyra fortíðinni.

Stefán Jón Hafstein óskaði Vilhjálmi i til hamingu en úrslitin en sagði að þau myndu færa 14 ára forystukreppu í borgarstjórn aftur á byrjunarreit en Vilhjálmur væri fulltrúi gamla íhaldsins sem borgarbúar kusu burt árið 1994 og vildu ekki sjá í borgarstjórn árið 2006. Stefán Jón telur niðurstöðuna gefa kjósendum R-listans góða ástæðu til að koma heim aftur til Samfylkingarinnar og segir að fjölmargir kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðismanna hljóti nú að íhuga annan kost en borgarstjóraefnið Vilhjálm. Þ. Vilhjálmsson.

Stefán Jón segir að staðan hefði verið önnur ef Gísli Marteinn hefði farið með sigur úr bítum því hann væri nýr maður á nýjum tímum. Gísli hefði hins vegar ekki haft neina möguleika á að vinna kosninguna en bæði Vilhjálmur og Gísli væru lakir kostir fyrir kjósendur í prófkjörinu.

Vilhjálmur segir ummæli Stefáns Jóns ekki vera annað en vonskukast yfir glæsilegum árangri sjálfstæðismanna í prófkjörskosningunni. Stefán Jón stefnir á að verða borgarstjóraefni frjálslyndra jafnaðarmanna og félagshyggjufólks og telur sig jafnframt hafa mikla skírskotun inn í raðir frjálslyndra sjálfstæðismanna líka. Óttast enga forystukreppu hjá Samfylkingarmönnum og virðist ekki kannast við að slík kreppa hafi kreppt að vinstri vængnum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×