Erlent

Barði þungaða konu með kylfu

Kona í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum barði þungaða nágrannakonu sína með hafnaboltakylfu í höfuðið, ók með hana út í skóg og reyndi að skera á kvið hennar til að ná ófæddu barninu út. 17 ára gamall piltur sem leið átti hjá er talinn hafa fælt konuna frá en hann hringdi á lögreglu sem handtók hana. Þungaða konan, sem er þrítug að aldri, gekkst undir keisaraskurð á sjúkrahúsi á eftir. Konan, sem var komin sjö mánuði á leið, er þungt haldin en barninu líður vel. Árásarkonan hafði sagt sambýlismanni sínum að hún væri ófrísk en saksóknarar segja ekkert benda til þess að hún sé með barni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×