Innlent

Kynna skuldbreytingar námslána

Menntamálaráðherra og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa boðað til blaðamannafundar í dag til að kynna rétt lánþega til skuldbreytingar námslána í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í desember síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá LÍN er rétturinn til að skuldbreyta láni afmarkaður við ákveðinn hóp lánþega, samtals tæplega 27 þúsund manns. Heildarfjárhæð lánanna nemur um 45 milljörðum króna. Milli fjögur og fimm þúsund lánþegar eru búsettir erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×