Ellefu fíkniefnamál á Akureyri 31. júlí 2005 00:01 Ellefu fíkniefnamál hafa komið upp á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri á síðasta sólarhring þar sem í hverju tilfelli var um lítilræði af fíkniefnum að ræða. Lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík aðstoða starfsbræður sína á Akureyri við eftirlit með fólki. Þá voru fimm fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir en töluvert var um slagsmál í bænum í nótt. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er mjög mikið af fólki í bænum og var nóttin erilsöm. Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur fram til klukkan sex í morgun. Nóttin var mjög róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og komu engin alvarleg mál upp. Töluverð úrkoma var á Þjóðhátíð í Eyjum fram til klukkan þrjú í nótt og að sögn lögreglunnar er dalurinn talsvert blautur. Á milli níu og tíu þúsund gestir eru á Þjóðhátíð í Eyjum og er búist við enn meiri fjölda í kvöld þegar Árni Johnsen stjórnar brekkusöng. Á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer í Vík í Mýrdal var nóttin tíðindalaus og allir farnir að sofa um miðnætti. Öðru máli gegndi um útihátíðina á Kirkjubæjarklaustri en þar eru um þrjú þúsund manns á óskipulagðri útihátíð. Að sögn lögreglunnar á Vík þurfti lögreglan að hafa afskipti af slagsmálum nokkrum sinnum en engin alvarleg líkamsárásarmál komu upp. Segir lögreglan að miðað við fólksfjölda á Klaustri verði nóttin að teljast góð. Mikil ölvun var á Neistaflugi í Neskaupsstað í nótt og höfðu lögreglumenn í nógu að snúast. Eitt fíkniefnamál kom upp og ein líkamsárás var kærð. Á milli tvö og þrjú þúsund manns eru í Neskaupsstað og fjölgaði töluvert á staðnum seinnipartinn í gær. Tveir gistu fangageymslur í nótt á Siglufirði og var nóttin töluvert annasöm hjá lögreglunni. Þrír voru teknir með fíkniefni til eigin nota í gær en talið er að um þrjú þúsund manns séu á Síldarævintýrinu. Gestir á Álfaborgarséns á Borgarfirði eystra létu heldur ófriðlega eftir dansleik sem þar var haldinn í nótt. Lögreglan þurfti ítrekað að hafa afskipti af hópi manna vegna slagsmála en enginn slasaðist þó alvarlega í átökunum. Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Ellefu fíkniefnamál hafa komið upp á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri á síðasta sólarhring þar sem í hverju tilfelli var um lítilræði af fíkniefnum að ræða. Lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík aðstoða starfsbræður sína á Akureyri við eftirlit með fólki. Þá voru fimm fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir en töluvert var um slagsmál í bænum í nótt. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er mjög mikið af fólki í bænum og var nóttin erilsöm. Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur fram til klukkan sex í morgun. Nóttin var mjög róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og komu engin alvarleg mál upp. Töluverð úrkoma var á Þjóðhátíð í Eyjum fram til klukkan þrjú í nótt og að sögn lögreglunnar er dalurinn talsvert blautur. Á milli níu og tíu þúsund gestir eru á Þjóðhátíð í Eyjum og er búist við enn meiri fjölda í kvöld þegar Árni Johnsen stjórnar brekkusöng. Á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer í Vík í Mýrdal var nóttin tíðindalaus og allir farnir að sofa um miðnætti. Öðru máli gegndi um útihátíðina á Kirkjubæjarklaustri en þar eru um þrjú þúsund manns á óskipulagðri útihátíð. Að sögn lögreglunnar á Vík þurfti lögreglan að hafa afskipti af slagsmálum nokkrum sinnum en engin alvarleg líkamsárásarmál komu upp. Segir lögreglan að miðað við fólksfjölda á Klaustri verði nóttin að teljast góð. Mikil ölvun var á Neistaflugi í Neskaupsstað í nótt og höfðu lögreglumenn í nógu að snúast. Eitt fíkniefnamál kom upp og ein líkamsárás var kærð. Á milli tvö og þrjú þúsund manns eru í Neskaupsstað og fjölgaði töluvert á staðnum seinnipartinn í gær. Tveir gistu fangageymslur í nótt á Siglufirði og var nóttin töluvert annasöm hjá lögreglunni. Þrír voru teknir með fíkniefni til eigin nota í gær en talið er að um þrjú þúsund manns séu á Síldarævintýrinu. Gestir á Álfaborgarséns á Borgarfirði eystra létu heldur ófriðlega eftir dansleik sem þar var haldinn í nótt. Lögreglan þurfti ítrekað að hafa afskipti af hópi manna vegna slagsmála en enginn slasaðist þó alvarlega í átökunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira