Erlent

Polanski vann meiðyrðamál

Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski vann meiðyrðamál sem hann höfðaði gegn tímaritinu Vanity Fair. Málssóknina höfðaði hann vegna greinar sem Vanity Fair birti í júlí 2002. Þar greindi tímaritið frá því að á leiðinni í jarðarför eiginkonu sinnar, sem var myrt á hrottalegan hátt af Charles Manson árið 1969, hafi Polanski reynt að taka konu á löpp á veitingahúsi í New York. Útgefendur játuðu að greinin hafi verið ónákvæm og að rangt hafi verið farið með staðreyndir. Þeir sögðu hins vegar að sagan væri í meginatriðum sönn en aðeins heði skeikað nokkrum vikum og tímaritið heldur því enn fram að Polanski hafi gert sér dælt við konu á veitingahúsi. Polanski gat ekki verið viðstaddur vitnaleiðslurnar þar sem hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að hafa haft samræði við þrettán ára stúlku. Hann flutti því vitnisburð sinn á myndbandi frá París. Honum voru dæmdar skaðabætur upp á 50 þúsund pund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×