Erlent

Vopnahlé í hættu

Vopnahlé Ísraela og Palestínumanna er talið í mikilli hættu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er enn komin til Miðausturlanda, til að reyna að miðla málum.Vopnahléið er forsenda brottflutning Undanfarna daga hafa Palestínumenn bæði barist innbyrðis og skotið eldflaugum að ísraelskum landnemabyggðum. Ísraelar hafa svarað með hörðum hefndaraðgerðum. Bandaríkjamönnum var hætt að lítast á blikuna og var ákveðið að senda Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra, í skyndi til Ísraels, til þess að reyna að miðla málum. Rice, hitti í dag Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á búgarði hans í suðurhluta landsins, og lagði hart að honum að standa við sinn hlut. Sharon mun hafa tekið máli hennar vel, en lagt að henni að þrýsta á Mahmút Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu, að herða enn aðgerðir gegn herskáum öflum meðal hans manna. Condoleezza Rice mun svo hitta Mahmúd Abbas á morgun. s ísraelskra landnema frá Gaza svæðinu, sem er svo forsenda þess að friðarferlið verði til lykta leitt, með stofnun sjálfstæðs ríkis palestínumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×