Erlent

Sprengjugrín á Kastrup

Rýma varð öryggiseftirlitssvæði Katstrup flugvallar fyrr í dag vegna spaugsemi flugfarþega. Maðurinn sem er 44 ára Dani skellti handfarangri sínum á færibandið og tilkynnti um leið að hann innihéldi sprengju. Uppi varð fótur og fit í flughöfninni og svæðið rýmt og maðurinn einangraður. Um leið og aðgerðir hófust þá tilkynnti spaugarinn að ummælin hefðu verið grín. Flugvallar- og lögregluyfirvöld líta málið alvarlegum augum og segja tímasetninguna sérlega slæma í ljósi hótana hryðjuverkasamtaka. Spaugarinn, sem var á leiðinni til Grænlands, getur jafnframt átt það á hættu að vera dæmdur í farbann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×