Innlent

Eftirlit og þjónusta skilin að

Starfsemi Flugmálastjórnar verður skipt upp í tvö fyrirtæki samkvæmt tillögum stýrihóps samgönguráðherra. Annað fyrirtækið hefur eftirlit og stjórnsýslu eftir atvikum á sinni könnu en hitt sér um þjónustu. Er þetta í samræmi við erlendar og innlendar kröfur um nútíma stjórnunarhætti. Leggur hópurinn til að þjónustustarfsemi Flugmálastjórnar verði færð í hlutafélag í eigu ríkisins og flugöryggissvið og stjórnsýsla verði rekin sem B-hluta stofnun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×