Innlent

Neita sök

Þingfesting var í máli tveggja Letta, GT verktaka og forsvarsmanns fyrirtækisins í Héraðsdómi Austurlands í gær. Málinu gegn verktakanum var frestað meðan verjandi aflar gagna eða til 20. apríl. Aðalmeðferð í málinu gegn Lettunum mun eiga sér stað 4. maí. Óskað var eftir framlengingu á farbanni á hendur Lettunum og var það framlengt þar til dómur gengur eða ekki lengur en til 13. maí. Lettarnir höfðu áður verið úrskurðaðir í farbann til 29. apríl. Lettarnir tveir eru ákærðir fyrir að aka hópferðabifreiðum fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum og sinna viðhaldi þeirra án þess að hafa atvinnuleyfi. GT verktakar og forsvarsmaður fyrirtækisins eru ákærðir fyrir að hafa ráðið útlendinga án atvinnuleyfis. Lettarnir tveir og fulltrúi lögmanns þeirra mættu fyrir dóminn en forsvarsmaður GT verktaka og lögmaður þeirra voru í símasambandi við dóminn. Lettarnir og GT verktakar neita sök. Lettarnir mega ekki vinna hér fyrr en dómur er fallinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×