Sterk króna grefur undan útveginum 14. apríl 2005 00:01 "Nákvæmar tölur höfum við ekki tekið saman en fyrir liggur að róðurinn er orðinn afar erfiður mörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Staða skuldseigari fyrirtækja í sjávarútvegi hefur versnað til muna eftir áramótin og eru margar rækjuverksmiðjur sérstaklega viðkvæmar enda staða þeirra flestra bág fyrir. Samtök Arnars sem og önnur útflutningsfyrirtæki í landinu bíða nú tillagna svokallaðar Hágengisnefndar sem Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, kom á fót til að meta stöðu hágengis á starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Átti nefndin að skila niðurstöðum sínum í lok mars en tafir hafa orðið á vinnu nefndarinnar og ekki fyrirséð hvenær nefndin lýkur verkinu. Arnar segir stöðuna allt síðasta ár hafa verið erfiða en steininn hafi tekið úr eftir síðustu áramót þegar til komu frekari innlendar kostnaðarhækkanir á fyrirtækin á sama tíma og staða krónunnar hélt áfram að styrkjast. "Það sem hefur gerst er að í rækjuvinnslu hefur fyrirtækjum fækkað og þau sem eftir eru verulega dregið saman seglin. Bæði er að í þeim rekstri hafa skuldir verið miklar en ekki síður er að þau fyrirtæki hafa haft hvað minnsta framlegð af vörum sínum." Framlegð er það fé sem eftir er þegar búið er að greiða vinnulaun, rekstrar- og hráefniskostnað en sú upphæð hefur farið jafnt og þétt minnkandi hjá mörgum fyrirtækjum í útflutningi. Arnar gerir einnig athugasemdir við að verðbólga hafi ekki staðið í stað þrátt fyrir styrkingu krónunnar. "Búast hefði mátt við því að með sterkri krónu myndi verðbólga halda sér eða lækka jafnvel en sú hefur ekki verið raunin." Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
"Nákvæmar tölur höfum við ekki tekið saman en fyrir liggur að róðurinn er orðinn afar erfiður mörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Staða skuldseigari fyrirtækja í sjávarútvegi hefur versnað til muna eftir áramótin og eru margar rækjuverksmiðjur sérstaklega viðkvæmar enda staða þeirra flestra bág fyrir. Samtök Arnars sem og önnur útflutningsfyrirtæki í landinu bíða nú tillagna svokallaðar Hágengisnefndar sem Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, kom á fót til að meta stöðu hágengis á starfsumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Átti nefndin að skila niðurstöðum sínum í lok mars en tafir hafa orðið á vinnu nefndarinnar og ekki fyrirséð hvenær nefndin lýkur verkinu. Arnar segir stöðuna allt síðasta ár hafa verið erfiða en steininn hafi tekið úr eftir síðustu áramót þegar til komu frekari innlendar kostnaðarhækkanir á fyrirtækin á sama tíma og staða krónunnar hélt áfram að styrkjast. "Það sem hefur gerst er að í rækjuvinnslu hefur fyrirtækjum fækkað og þau sem eftir eru verulega dregið saman seglin. Bæði er að í þeim rekstri hafa skuldir verið miklar en ekki síður er að þau fyrirtæki hafa haft hvað minnsta framlegð af vörum sínum." Framlegð er það fé sem eftir er þegar búið er að greiða vinnulaun, rekstrar- og hráefniskostnað en sú upphæð hefur farið jafnt og þétt minnkandi hjá mörgum fyrirtækjum í útflutningi. Arnar gerir einnig athugasemdir við að verðbólga hafi ekki staðið í stað þrátt fyrir styrkingu krónunnar. "Búast hefði mátt við því að með sterkri krónu myndi verðbólga halda sér eða lækka jafnvel en sú hefur ekki verið raunin."
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira