Rúmlega 40 ríkisfangslausir 14. apríl 2005 00:01 Rúmlega 40 einstaklingar eru skráðir með lögheimili hér á landi en eru án ríkisfangs, með öðrum orðum "landlausir" eins og það er nefnt. Á svonefndri utangarðsskrá eru átta manns. Þessar upplýsingar fengust á Hagstofu Íslands. Guðni Baldursson hjá Þjóðskrá Hagstofunnar sagði, að á munurinn á þessu tvennu væri sá, að á utangarðsskránni væri fólk sem væri hér til bráðabirgða, en hefði ekki dvalarleyfi. Í sumum tilvikum væru menn að bíða eftir því að komast inn á þjóðskrá. Þetta fólk væri án ríkisfangs í öðrum löndum. Hinir fyrrnefndu hefðu landvistarleyfi og öll önnur leyfi í lagi. Ekkert hefur gerst í málefnum Aslans Gilaevs, mannsins sem kom skilríkjalaus hingað fyrir um það bil fimm árum og Fréttablaðið ræddi við fyrir skömmu. Dvalarleyfi hans, sem er til bráðabirgða, rennur út 1. ágúst. Alþjóðadeild lögreglunnar hefur grafist fyrir um uppruna mannsins en hefur ekki fundið neitt ennþá sem bendir til þess hvaðan hann hafi komið. Hans mál hefur því nokkra sérstöðu hvað varðar ríkisfang. Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingastofnun sagði að skipta mætti hinum ríkisfangslausu í þrjá flokka. Hluti væri "kvótaflóttamenn" sem þyrftu að dvelja hér í fimm ár áður en þeir fengju ríkisfang hér, ef þeir óskuðu eftir því á annað borð. "Síðan er eitthvað af fólki sem hefur verið heimilað að koma hingað, til að mynda í fjölskyldusameiningu," sagði Jóhann. "Það hefur áður verið flóttamenn, sem hefur fengið búsetuleyfi hér þótt það sé ríkisfangslaust. Þá eru hópur ríkisfangslausra frá Eystrasaltsríkjunum sem hefur fengið að koma hingað. Nefna má Rússana sem lokuðust inni í baltnesku löndunum, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en þeir fengu ekki ríkisfang í nýju ríkjunum. Þeir eru hér eins og Eystrasaltsfólk, sem nýtur ekki ríkisborgararéttar í þessum ríkjum." Spurður hvað yrði um hina ríkisfangslausu hér á landi sagði Jóhann, að flestir yrðu um kyrrt og fengju ríkisborgararétt, aðrir færu aftur úr landi. Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Rúmlega 40 einstaklingar eru skráðir með lögheimili hér á landi en eru án ríkisfangs, með öðrum orðum "landlausir" eins og það er nefnt. Á svonefndri utangarðsskrá eru átta manns. Þessar upplýsingar fengust á Hagstofu Íslands. Guðni Baldursson hjá Þjóðskrá Hagstofunnar sagði, að á munurinn á þessu tvennu væri sá, að á utangarðsskránni væri fólk sem væri hér til bráðabirgða, en hefði ekki dvalarleyfi. Í sumum tilvikum væru menn að bíða eftir því að komast inn á þjóðskrá. Þetta fólk væri án ríkisfangs í öðrum löndum. Hinir fyrrnefndu hefðu landvistarleyfi og öll önnur leyfi í lagi. Ekkert hefur gerst í málefnum Aslans Gilaevs, mannsins sem kom skilríkjalaus hingað fyrir um það bil fimm árum og Fréttablaðið ræddi við fyrir skömmu. Dvalarleyfi hans, sem er til bráðabirgða, rennur út 1. ágúst. Alþjóðadeild lögreglunnar hefur grafist fyrir um uppruna mannsins en hefur ekki fundið neitt ennþá sem bendir til þess hvaðan hann hafi komið. Hans mál hefur því nokkra sérstöðu hvað varðar ríkisfang. Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingastofnun sagði að skipta mætti hinum ríkisfangslausu í þrjá flokka. Hluti væri "kvótaflóttamenn" sem þyrftu að dvelja hér í fimm ár áður en þeir fengju ríkisfang hér, ef þeir óskuðu eftir því á annað borð. "Síðan er eitthvað af fólki sem hefur verið heimilað að koma hingað, til að mynda í fjölskyldusameiningu," sagði Jóhann. "Það hefur áður verið flóttamenn, sem hefur fengið búsetuleyfi hér þótt það sé ríkisfangslaust. Þá eru hópur ríkisfangslausra frá Eystrasaltsríkjunum sem hefur fengið að koma hingað. Nefna má Rússana sem lokuðust inni í baltnesku löndunum, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en þeir fengu ekki ríkisfang í nýju ríkjunum. Þeir eru hér eins og Eystrasaltsfólk, sem nýtur ekki ríkisborgararéttar í þessum ríkjum." Spurður hvað yrði um hina ríkisfangslausu hér á landi sagði Jóhann, að flestir yrðu um kyrrt og fengju ríkisborgararétt, aðrir færu aftur úr landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira