Innlent

Íslensk alþjóðleg skipaskrá óþörf

Skipafélög í millilandaflutningi þurfa ekki fjárhagslegan stuðning, sagði Geir H. Haarde í utandagskrárumræðum á Alþingi. Íslensk alþjóðleg skipaskrá væri því óþörf. Geir sagði menn sammála um að styðja þyrfti við bakið á farmönnum svo þeir væru samkeppnishæfir. Eru sjónarmið Geirs í samræmi við hugmyndir Sjómannafélags Reykjavíkur. Aðrir vilja alþjóðlega skipaskrá hér eins og í nágrannalöndunum. Geir benti á að þó íslensk skipafélög í flutningum hafi skráð skip sín í Færeyjum væru sjómennirnir íslenskir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×