Innlent

Þrír fótboltavellir og knatthús

Heilsu-, íþrótta-, og fræðasetur á um átta hektara svæði rís í Vallakór við Heiðmörk í Kópavogi. Kópavogsbær og Knattspyrnu Akademía Íslands undirrituðu fyrir skömmu viljayfirlýsingu um byggingu byggingu íþróttamannvirkjanna. Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs segir að á svæðinu sé gert ráð fyrir íþróttamiðstöð með íþróttahúsi, lítilli sundlaug, fjölnota knatt- og sýningarhúsi. Á svæðinu verði einnig þrír knattspyrnuvellir í fullri stærð. Knattspyrnu Akademían byggi íþróttamiðstöðina og aðstöðuna fyrir sig; lýðheilsustöð og aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Bærinn annað auk þess að byggja framhaldsskóla með ríkinu sem standa eigi við hlið knattvallarins og rúma allt að 1.000 nemendur. "Framkvæmdir hefjast í haust ef samningar um byggingarnar nást. Áætlað er að það verði frágengið fyrsta júlí," segir Gunnar: "Bærinn mun þá hefja framkvæmdir í haust og haustið 2006 verði fjölnota húsið tilbúið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×