Innlent

Eignarnám hjá borgarlögmanni

Eignarnám borgarinnar á landi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, í Norðlingaholti er komið til Gunnars Eydal borgarlögmanns. Kjartan Gunnarsson segist hafa gert borginni tilboð sem borgin hafi ekki tekið og hann sé því fallinn frá þeim tilboðum. "Landið er greinilega mun verðmætara en ég hélt upprunalega," segir hann. Ekki náðist í Gunnar Eydal í gær til að fylgjast með hvernig málinu liði en Kjartan segir frumkvæði málsins í höndum borgaryfirvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×