Erlent

Kalt á skjálftasvæðum í Pakistan

AP

Tveir hafa þegar látist af völdum mikilla kulda á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan og óttast er að eins muni fara fyrir tugþúsundum manna ef ekki berst meira fjármagn á hamfarasvæðin hið allra fyrsta. Í gær voru meira en hundrað manns fluttir á sjúkrahús með öndunarfærasjúkdóma og tveir lifðu ekki af nóttina. Þetta eru fyrstu dauðsföllin sem hægt er að rekja beint til vetrarkuldanna. Vikum saman hefur verið varað við því að hinn harði vetur í Pakistan muni fella þúsundir manna ef alþjóðasamfélagið bregðist ekki við. Þegar hefur verið komið upp meira en átján þúsund neyðarskýlum og önnur fimm þúsund eru á leiðinni. Yfirmenn hjálparstarfs á svæðinu segja samt enn langt í land, enda hafi þúsundir manna enn ekki þak yfir höfuðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×