Um 64% vilja flugvöllinn burt 1. september 2005 00:01 Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9% Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9%
Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira