Um 64% vilja flugvöllinn burt 1. september 2005 00:01 Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9% Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Meirihluti Reykvíkinga vill að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur burt úr Vatnsmýrinni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúm 64 prósent vilja Reykjavíkurflugvöll fluttan burt, en tæp 36 prósent sögðust ekki vilja að flugvöllurinn yrði fluttur. 89,8 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Níu prósent voru óákveðin og rúmt prósent neitaði að svara. Í Þjóðarpúlsi Gallup, skoðanakönnun sem framkvæmd var í maí, kom fram að 53 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu vildu að flugvöllurinn yrði fluttur. Einungis 32 prósent íbúa á landsbyggðinni voru á sömu skoðun. Í könnun Gallup var þó ekki gerður greinarmunur á íbúum Reykjavíkur og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem sögðust vilja sjá Reykjavíkurflugvöll fluttan úr Vatnsmýrinni sögðust tæp 44 prósent vilja sjá flugvöllinn fluttan út í Löngusker. Rúmt 41 prósent sagðist vilja sjá flugvöllinn fluttan til Keflavíkur. Munurinn á vinsældum þessara tveggja staðsetninga fyrir innanlandsflugvöll er því lítill. Tæp fimmtán prósent sögðust vilja sjá flugvöllinn fluttan eitthvað annað og var meðal annars nefnt að flytja hann til Hafnarfjarðar. Trausti Valsson skipulagsfræðingur setti fyrst fram hugmyndina um flugvöll á Lönguskerjum árið 1974. Um flutning flugbrautanna þangað hefur einnig verið rætt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur og sagði Óskar Bergsson í júlí 2001, þá verandi varaformaður nefndarinnar, að lausn á flugvallarmálinu væri að gera nýjan völl á Lönguskerjum og losa þannig allt land í Vatnsmýrinni til uppbyggingar. Á þeim tíma taldi hann pólitískan vilja fyrir hendi innan R-listans fyrir þeim valkosti. Könnunin var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni?" og tóku 89,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. Þeir sem svöruðu spuringunni játandi, sem voru 461, voru svo spurðir; "Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur?" og tóku 70,5 prósent þeirra afstöðu til spurningarinnar. Á að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni? Já 64,2% Nei 38,8% Hvert viltu að flugvöllurinn verði fluttur? Á Löngusker 43,7% Til Keflavíkur 41,4% Annað 14,9%
Fréttir Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira