Innlent

Kjósa hugsanlega um stækkun álvers

Hafnfirðingar fá hugsanlega að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík á haustmánuðum að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. "Bæjarráð hefur rætt óformlega um slíkar kosningar í tengslum við kosningarnar um sameiningu Hafnarfjarðar og Voga þann 8. október," segir Lúðvík en þegar er búið að samþykkja tillögu að deiliskipulagi fyrir álverssvæðið sem nú er í kynningu. Almennur kynningarfundur fyrir íbúa bæjarins verður haldinn síðari hluta ágústmánaðar. "Þar verður farið yfir áform um stækkun og allar tillögur og áherslur sem þeim tengjast," segir Lúðvík. "Í kjölfar þess verður síðan ákveðið hvort farið verður í almennar kosningar um málið en ég tel fulla ástæðu til þess ræða það mál vel." Lúðvík segir umræðu um stækkun álversins litla enn sem komið er. "Fólk er margt hvert ekki nógu upplýst um stækkunina og þess vegna er mjög mikilvægt að íbúar fái góðar upplýsingar um hvað málið snýst."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×