Innlent

Olíufélögin höfða mál

Olíufélögin þrjú sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði að skyldu greiða samtals einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólöglegt verðsamráð, hafa öll höfðað mál til að fá úrskurðinum breytt. Eignarhaldsfélagið Ker, sem á Olíufélagið Esso, þingfesti mál gegn ríkinu og samkeppnisyfirvöldum í héraðsdómi í júní síðastliðnum og Olís og Skeljungur hafa nú bæði birt stefnur sem verða þingfestar eftir réttarhlé í september. Félögin krefjast þess að sektargreiðslur verði lækkaðar eða felldar niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×