Innlent

Mótmælendur velkomnir að Vaði

Mótmælendurnir sem voru reknir frá Kárahnjúkum í gær, hafa nú slegið upp tjöldum í landi Vaðs, í Skriðdal. Heimafólkinu líst vel á þessa nýju nágranna. Mótmælendurnir voru reknir af landi Valþjófsstaða eftir að þeir höfðu, í annað skipti, reynt að trufla vinnu við Kárahnjúka, auk þess sem þeir höfðu unnið skemmdarverk á skiltum, að sögn lögreglunnar. Mótmælendurnir voru fluttir með rútu, í lögreglufylgd, á land Vaðs og voru komnir þangað um sexleytið í gærkvöldi. Var þá hafist handa við að tjalda á nýjan leik. Guðmundur Ármannson, bóni á Vaði segir að gestir hjá honum séu um fjörutíu og að þeir séu nú þegar búnir að slá upp tjöldum í túnfætinum hjá sér. Hann ákvað að bjóða þeim hæli af því að enginn vildi taka við þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×