Innlent

Notum smokkinn

Átaksverkefnið, "Notum smokkinn" var kynnt í dag. Að átakinu standa Samtökin ’78 í samstarfi við Landlæknisembættið, Alnæmissamtökin og ýmis félagasamtök og Ýmus, innflytjanda Sico-smokkanna. Um er að ræða umfangsmestu dreifingu á ókeypis smokkum sem fram hefur farið hér á landi, en 25.000 pökkum með samtals 50.000 smokkum og sleipiefni verður dreift á næstu vikum og mánuðum vítt og breytt um landið. Eftir helgi verður fyrstu smokkunum dreift á Hinsegin dögum í Reykjavík hinn 6. ágúst. Í framhaldinu verður þeim svo dreift á skemmtistöðum og þeir látnir liggja sem víðast fammi. Í haust mun svo FSS - félag STK stúdenta, efna til ráðstefnu um öruggt kynlíf og gefa út fræðsluefni að því tilefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×