Erlent

Sextíu látnir í hitabylgju

Yfir 60 manns hafa látist af völdum hita og raka í Bandaríkjunum að undanförnu. Hitabylgjan hefur valdið miklum óskunda í níu ríkjum, aðallega á austurströnd landsins en hæst fór hitinn í 38 gráður. Þá greindu lögreglumenn í Arizonaríki frá því að 21 ólöglegur innflytjandi hefði látist af völdum hitans þegar þeir reyndu að komast inn í landið frá Mexíkó og í borginni Phoenix hafa 20 heimilislausir látist af völdum hita og raka. Michael Bloomberg, borgastjóri New York, tilkynnti í gær, að hann myndi opna svokallaðar kælingastöðvar - byggingar sem myndu verða sérstaklega loftkældar og opnar almenningi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×