Innlent

Strand í Grundarfirði

MYND/Ingi Þór Guðmundsson
Fiskibáturinn Gugga sigldi á fullri ferð upp í fjöru fyrir neðan kirkjugarðinn á Grundarfirði í gær, en hvorugan skipverjanna sakaði. Báturinn var að koma úr róðri með tæpt tonn af fiski og hafði annar skipverjanna lagt sig en hinn dottaði við stýrið. Svo vel vildi til að fjaran er sendin þar sem báturinn strandaði, en ef stefnan hefði verið örlítið í bak eða stjórn, hefði hann lent á steinum og brotnað. Báturinn náðist á flot á flóðinu í gærkvöld og var dreginn inn í höfnina, þar sem kanna átti skemmdir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×