Sport

Enska úrvaldsdeildin í kvöld

Fimm leikir fóru fram í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Walter Pandiani, sem Birmingham fékk að láni frá Deportivo nú á dögunum, opnaði markareikning sinn eftir aðeins tólf mínútur hjá gegn Southampton. Robert Blake kom heimamönnum í 2-0 með marki úr vítaspyrnu áður en Henri Camara, sem er nýkominn til Southampton á lánssamning frá Wolves, minnkaði muninn og lokatölur 2-1. Fulham og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli á Craven Cottage. Juan Pablo Angel kom Villa yfir en Lee Clark jafnaði metin á síðustu mínútunni. Á Manchester Stadium gerðu heimamenn í Manchester City 1-1 jafntefli við Newcastle. Alan Shearer kom gestunum yfir en Robbie Fowler jafnaði úr vítaspyrnu. Everton halda ennþá sjö stiga forskoti á Liverpool í keppni félagana um fjórða og síðasta sætið í Meistaradeild Evrópu að ári. Everton sigraði Norwich 1-0 í kvöld með marki frá Duncan Ferguson. Loks sigraði Chelsea Blackburn 1-0 á Ewood Park. Það var Hollendingurinn Arjen Robben sem gerði sigurmarkið strax á fimmtu mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×