Sport

Wenger játar sig sigraðan

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gefið upp alla von um að lið hans hampi meistaratitlinum á Englandi í vor. Eftir tapið gegn Manchester United í fyrrakvöld metur hann stöðuna svo að Arsenal sé orðið of langt á hæla Chelsea til að hægt sé að vinna forskotið upp. "Við ætlum ekki að gefast upp en forskot Chelsea er einfaldlega orðið of mikið. United á veika von um að ná þeim en ég held að Chelsea eigi titilinn vísann núna. Það er þó mikið stolt í okkar herbúðum og við munum því halda áfram að berjast," sagði Wenger. Knattspyrnustjórinn vildi ekki kenna markverði sínum Almunia um þriðja mark United í leiknum, þar sem hann þótti gera mistök sem kostuðu mark og kenndi frekar vörninni í heild um ósigurinn. "Vörn okkar var slök í fyrsta, öðru og þriðja marki þeirra og þessi mistök sem við vorum að gera eru eitthvað sem við vorum ekki að gera á síðasta tímabili. Eftir að United gerði þriðja markið var svo eins og sjálfstraust minna manna dvínaði og niðurstaðan var þægilegur sigur Manchesterliðsins."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×