Ryksugur á mannauð landsbyggðar 12. júní 2005 00:01 Háskólarnir í Reykjavík virka eins og ryksugur á mannauðinn af landsbyggðinni, segir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann telur að eina raunhæfa byggðastefnan til framtíðar sé að efla háskóla um landið allt. Runólfur Ágústsson sagði í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Bifröst í fyrradag, að setja ætti uppbyggingu háskóla á landsbyggðinni í forgang. Því væri öfugt farið í dag og skólar á landsbyggðinni í raun sveltir vegna uppbyggingar háskólanna í Reykjavík sem menntamálayfirvöld legðu ofuráherslu á. Runólfur segir að uppbygging háskóla á landsbyggðinni sé hins vegar brýnasta byggðamál sem Íslendingar standi frammi fyrir í dag. „Háskólarnir í Reykjavík hafa alla undanfarna öld virkað eins og ryksugur á mannauð af landsbyggðinni. Þeir draga til sín ungt og hæfileikaríkt fólk, fólk sem flytur af landsbyggðinni til Reykjavíkur vegna háskólanna, flytur sitt lögheimili þangað og það lögheimili er í fæstum tilfellum flutt til baka eftir að námi lýkur,“ segir Runólfur. Hann bendir á að háskólarnir á landsbyggðinni hafi vilja, getu og kraft til að vaxa enn frekar. Til að mynda hafi Bifröst farið fram á það við menntamálaráðuneytið að fjölga nemendum næsta vetur úr 400 í 510 en að þau svör hafi fengist hjá embættismönnum að skólanum væri heimilt að fjölga nemendum um 16. Runólfur bendir enn fremur á að vegna alþjóðavæðingar og tækniframfara sé fyrirséður samdráttur í störfum í frumframleiðslu á landsbyggðinni. Það kunni að hafa skelfilegar afleiðingar í byggðamálum komi ekki ný tækifæri í staðinn í þekkingarstarfsemi og þjónustu og þar gegni háskólarnir lykilhlutverki. Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Háskólarnir í Reykjavík virka eins og ryksugur á mannauðinn af landsbyggðinni, segir Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Hann telur að eina raunhæfa byggðastefnan til framtíðar sé að efla háskóla um landið allt. Runólfur Ágústsson sagði í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Bifröst í fyrradag, að setja ætti uppbyggingu háskóla á landsbyggðinni í forgang. Því væri öfugt farið í dag og skólar á landsbyggðinni í raun sveltir vegna uppbyggingar háskólanna í Reykjavík sem menntamálayfirvöld legðu ofuráherslu á. Runólfur segir að uppbygging háskóla á landsbyggðinni sé hins vegar brýnasta byggðamál sem Íslendingar standi frammi fyrir í dag. „Háskólarnir í Reykjavík hafa alla undanfarna öld virkað eins og ryksugur á mannauð af landsbyggðinni. Þeir draga til sín ungt og hæfileikaríkt fólk, fólk sem flytur af landsbyggðinni til Reykjavíkur vegna háskólanna, flytur sitt lögheimili þangað og það lögheimili er í fæstum tilfellum flutt til baka eftir að námi lýkur,“ segir Runólfur. Hann bendir á að háskólarnir á landsbyggðinni hafi vilja, getu og kraft til að vaxa enn frekar. Til að mynda hafi Bifröst farið fram á það við menntamálaráðuneytið að fjölga nemendum næsta vetur úr 400 í 510 en að þau svör hafi fengist hjá embættismönnum að skólanum væri heimilt að fjölga nemendum um 16. Runólfur bendir enn fremur á að vegna alþjóðavæðingar og tækniframfara sé fyrirséður samdráttur í störfum í frumframleiðslu á landsbyggðinni. Það kunni að hafa skelfilegar afleiðingar í byggðamálum komi ekki ný tækifæri í staðinn í þekkingarstarfsemi og þjónustu og þar gegni háskólarnir lykilhlutverki.
Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira