Innlent

Markmiðið að lækka lyfjaverð

Lyfjaverð í heildsölu á Íslandi nálgast nú meðalverð á Norðurlöndunum en fyrir ári náðist tímamótasamkomulag á milli lyfjahóps Félags Íslenskra stórkaupmanna fyrir hönd frumlyfjaframleiðenda og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.   Markmið samkomulagsins er að verð á lyfseðilsskyldum frumlyfjum á Íslandi í heildsölu verði það sama og meðalverð á Norðurlöndunum  í september 2006.  Annar hluti lækkunarinnar kom til framkvæmda nú 1. október.  Þá lækkuðu 300 vörunúmer og nemur heildarlækkunin 262 milljónum króna samkvæmt upplýsingum lyfjagreiðslunefndar.  Sú lækkun samsvarar 450 milljónum króna á smásöluverði. Gífurleg lækkun hefur því orðið á heildsöluverði frumlyfja frá því um mitt ár 2004 og á þessu tímabili lækkuðu lyf í heildsölu um 18,3%. Þessi mikla lækkun er tilkomin annars vegar vegna 9,5% lækkunar á verði frumlyfja og hins vegar vegna styrkingar íslensku krónunnar en áhrif hennar eru u.þ.b. 8,7% af lækkuninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×