Innlent

Sagnfræðingar ósáttir

Sagnfræðingar eru ósáttir við að Þorsteinn Pálsson hafi verið ráðinn til að rita sögu þingræðis á Íslandi, frekar en að leitað hafi verið til sagnfræðings um samningu verksins. Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem undrun er lýst á að fráfarandi sendiherra og fyrrverandi ráðherra og þingmaður sé ráðinn til að semja sagnfræðirit. Stjórnarmenn segja þetta vekja upp spurningar um viðhorf ráðamanna til háskólanáms í sagnfræði og enn fremur spurningar um hvort það sé ekki vilji forsætisnefndar Alþingis að gætt verði ítrustu hlutlægni við verkið þar sem fjallað verði um pólitísk álitamál líkt og þingrof, utanþingsstjórn og synjunarvald forseta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×