Innlent

Slitu samstarfinu

AFL, Starfsgreinafélag Austurlands, hefur slitið samstarfi við Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar og jafnframt óskað þess að félögin sameinist sem fyrst. Formaður Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar undrast tilboðið en aðalfundur félagsins mun taka afstöðu til þess í kvöld. Félögin tvö hafa verið í samstarfi í eitt ár vegna stóriðjuframkvæmda á Reyðarfirði og sameinast um starfsmann sem haft hefur eftirlit með kjaramálum starfsmanna við byggingu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Það samstarf hefur ekki gengið sem skyldi og því hafa forsvarsmenn AFLS nú ákveðið að slíta samstarfinu, halda einir úti starfsmanni í eftriliti við álverið og óska eftir sameiningu við Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar. Að sögn Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra AFLS, er ástæðan erfiðleikar í samstarfi félaganna. Hann vildi þó ekkert gefa upp um í hverju þeir erfiðleikar fælust. Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar hafnaði á sínum tíma sameiningu sjö verkalýðsfélaga á Austurlandi þegar sex félög frá Bakkafirði til Fáskrúðsfjarðar sameinuðust undir merkjum AFLS-Starfsgreinafélags árið 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×