Innlent

Íslensk tónlist selst vel fyrir jólin

Garðar Thor Cortes tók við platínuplötu í gær og Nylon við gullplötu.
Garðar Thor Cortes tók við platínuplötu í gær og Nylon við gullplötu. Mynd/GVA
Íslensk tónlist selst eins og heitar lummur nú fyrir jólin enda er það vinsælt að gefa hljómplötur með íslenskum tónlistarmönnum í jólagjöf. Sala á íslenskri tónlist hefur aukist ár frá ári. Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuframleiðenda, segir að sala á Íslenskri tónlist hafi aukist verulega síðustu tvö til þrjú árin sem séu þau söluhæstu hingað til. Hann segir salan aukist augljóslega á síðustu þremur mánuðum ársins en svo virðist sem vinsælt sé að gefa íslenska tónlist í jólagjöf, bæði innanlands og til vina og ættingja erlendis.

Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK og systir hans Ellen tóku á móti gullplötu í Máli og menningu í dag. Garðar Thor Cortes tók við platínuplötu fyrr í vikunni en allt bendir til að plata hans verði söluhæsta íslenska platan í ár en nú þegar hafa selst um 17.000 eintök af plötunni. Plötur Emilíöna Torrini, Björgvins Halldórssonar og Sigurrósar hafa einnig náð platínusölu. Ásmundur telur að um tíu eða fleiri íslenskar plötur nái gullsölu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×