Innlent

Boðaði Garðar á sinn fund

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kallaði Garðar Garðarsson formann kjaradóms á sinn fund í morgun og óskaði skýringa á ákvörðun kjaradóms um hækkun launa æðstu embættismanna. Hann fór jafnframt fram á að kjaradómur útskýrði opinberlega ákvörðun sína. Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir að Garðar hafi samþykkt að gera það. Hann segir að Halldór hafi verið jafn undrandi og aðrir á úrskurði kjaradóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×