Innlent

Ekið á 12 ára dreng

Ekið var á tólf ára dreng á reiðhjóli á mótum Strandgötu og Ásbrautar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans en mun ekki vera alvarlega meiddur. Tildrög slyssins eru óljós en talsvert sér á bílnum sem ók á drenginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×