Innlent

Aldrei fleiri nýskráningar

Aldrei áður hafa fleiri nýnemar úr einum og sama árgangi skráð sig til náms í framhaldsskólum landsins en nú en nýlega fór fram í fyrsta sinn rafræn innritun sem gekk vel í alla staði. Alls sóttu rúmlega 4200 nemendur eða 95 prósent allra nemenda úr tíunda bekk um skólavist. Þrátt fyrir ásóknina munu langflestir nemendanna komast að þar sem þeir óska en þó þurfa þrír skólanna, Kvennaskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verslunarskóli Íslands að beita takmörkunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×